Hagvangur

Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn

Margar spurningar brenna nú líklega á vörum starfsfólks WOW air varðandi væntanlega starfsleit. Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn á þriðjudaginn nk. 2.apríl kl. 17.00 hér í Skógarhlíð 12, 5.hæð. Þar munum við miðla gagnlegum upplýsingum varðandi starfsleitina og hvernig við sjáum vinnumarkaðinn í ljósi þeirra aðstæðna sem nú blasa við. Ráðningarteymi okkar er öflugt með sterkt tengslanet og þjónustar frábæra viðskiptavini. ... lesa meira


Sverrir og Geirlaug gerast nýir meðeigendur

Sverrir Briem og Geirlaug Jóhannsdóttir eru nýir meðeigendur hjá Hagvangi. Þau taka bæði sæti í stjórn fyrirtækisins en Sverrir mun jafnframt taka við stjórnarformennsku. Katrín S. Óladóttir verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þórir, fráfarandi stjórnarformaður Hagvangs, hefur nú látið af störfum en hann hefur starfað við ráðningar óslitið frá árinu 1981 og má segja með sanni að hann hefur á ferli sínum ráðið nokkur þúsund manna til starfa á íslenskum vinnumarkaði. ... lesa meira


Sjá allar fréttir