Hagvangur

Morgunverðarfundur - Siðferði og líðan á íslenskum vinnumarkaði

Varð bylting á vinnustöðum í kjölfar #metoo? Hvað segja nýjustu kannanir? Hvernig getur Siðferðisgáttin stutt við faglega úrvinnslu erfiðra mála? Hagvangur og Zenter rannsóknir, í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, boða til morgunverðarfundar þann 21.maí kl. 8:30-10:00 á Grand hótel. Kynntar verða niðurstöður kannana sem framkvæmdar voru af Zenter rannsóknum. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hinsvegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Smelltu fyrir nánari dagskrá. ... lesa meira


Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn

Margar spurningar brenna nú líklega á vörum starfsfólks WOW air varðandi væntanlega starfsleit. Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn á þriðjudaginn nk. 2.apríl kl. 17.00 hér í Skógarhlíð 12, 5.hæð. Þar munum við miðla gagnlegum upplýsingum varðandi starfsleitina og hvernig við sjáum vinnumarkaðinn í ljósi þeirra aðstæðna sem nú blasa við. Ráðningarteymi okkar er öflugt með sterkt tengslanet og þjónustar frábæra viðskiptavini. ... lesa meira


Sjá allar fréttir