Við veitum margs konar ráðgjöf á sviði þjálfunar og þróunar mannauðs.

Eins og í öllu sem við gerum þá leggjum við áherslu á persónulega ráðgjöf og viljum hjálpa okkar viðskiptavinum að móta hvetjandi starfsumhverfi og innleiða þrautreyndar aðferðir til að bæta frammistöðu og forðast vandamál sem gætu komið upp. Ráðgjöfin er sniðin að þörfum og aðstæðum hverju sinni og bregðumst við glöð við þörfum okkar viðskiptavina

Stjórnendaþjálfun

Hagvangur býður upp á stjórnendamat sem byggir á Hogan persónuleikamatinu. Matið er eitt það virtasta í heiminum og er meðal annars hannað fyrir viðvarandi faglega þróun sem leiðir þig til dýpri og betri frammistöðu í starfi. Ráðgjafar Hagvangs leiða stjórnendur styrkum höndum í gegnum ferlið sem gefur alvöru innsýn í hvar styrkleikar, veikleikar og áhugasvið liggja, byggt á traustum og faglegum grunni. 

Í beinu framhaldi bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða stjórnendaþjálfun þar sem einblínt er á niðurstöður matsins og setjum niður dagskrá fyrir markmiðaþjálfun.

Starfslokaráðgjöf

Það er alltaf erfitt þegar grípa þarf til uppsagna starfsfólks, bæði fyrir fyrirtæki sem sjá á eftir góðu fólki og fyrir starfsmenn sem missa störf sín. Það skiptir því miklu að sem best sé staðið að uppsögn. Fyrir fyrirtækið skiptir máli að ímynd þess og orðspor bíði ekki hnekki og jafnframt að þeir starfsmenn sem missa störf sín beri þrátt fyrir það ekki neikvætt viðhorf til fyrri vinnustaðar.

Hagvangur veitir ráðgjöf þar sem áhersla lögð á að beina sjónum fram á við. Við aðstoðum
starfsmann við að móta nýjan starfsferil, finna styrkleika og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Við förum yfir hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleitinni.

Vinnustaðagreiningar

Við höfum sérhæft okkur í vinnustaðagreiningum með áherslu á djúpviðtöl. Markmiðið er að mæla og varpa ljósi á m.a. starfsánægju, hollustu og tryggð. Horft er á niðurstöðurnar sem tæki til að vinna með markvissum hætti með þá þætti sem betur mættu fara og hvað sé mikilvægast að setja í forgang. Lögð er áhersla á einfaldleika og skýra framsetningu á niðurstöðum sem kynntar eru fyrir stjórnendur áður en næstu skref eru ákveðin.  Þessu til viðbótar bjóðum við líka uppá rafrænar kannanir. 

Siðferðisgáttin

Hagvangur starfrækir Siðferðisgáttina. Með þjónustu Siðferðisgáttarinnar er markmiðið að skapa fyrirtækjum og stofnunum vettvang fyrir starfsmenn sína til að koma því á framfæri til óháðs þriðja aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum eða upplifa vanlíðan í tengslum við störf sín. Teymi Siðferðisgáttarinnar er skipað sérfræðingum á sviði mannauðsmála og viðurkenndum þjónustuaðilum í vinnuvernd. Teymið starfar í nánu samstarfi við sálfræðing og er í samstarfi við Líf og sál, sálfræðistofu.  Nánari upplýsingar á  sidferdisgattin.is

Hogan persónuleikamat

Hagvangur er dreifingaraðili hins virta ráðgjafafyrirtækis og prófaframleiðanda Hogan Assessment Systems á Íslandi. Hogan Assessment Systems var stofnað árið 1985 en þá höfðu stofnendurnir Dr Robert Hogan og Dr Joyce Hogan unnið að rannsóknum og þróun persónuleikaprófsins Hogan Personality Inventory frá því um 1970 en prófið er sérstaklega hannað til notkunar í fyrirtækjum. Í dag er fyrirtækið leiðandi á sínu sviði og hannar háþróaðar tæknilegar lausnir á persónuleikamælingum fyrir fyrirtæki.

Kvarðarnir frá Hogan Assessment Systems:

Allir ráðgjafar Hagvangs hafa tilskilin leyfi til að túlka niðurstöður Hogan persónuleikamatsins.

Viltu vita meira um ráðgjöfina?

Hafðu endilega samband.