Persónuleg ráðgjöf í kjölfar uppsagna

Það er alltaf erfitt þegar grípa þarf til uppsagna starfsfólks, bæði fyrir fyrirtæki sem sjá á eftir góðu fólki og fyrir starfsmenn sem missa störf sín. Það skiptir því miklu að sem best sé staðið að uppsögn. Fyrir fyrirtækið skiptir máli að ímynd þess og orðspor bíði ekki hnekki og jafnframt skiptir máli að þeir starfsmenn sem missa störf sín beri þrátt fyrir það ekki neikvætt viðhorf til fyrri vinnustaðar.

Reynslan sýnir að starfsfólki sem sagt er upp störfum er fljótara að komast yfir áfallið og finna sér nýjan starfsvettvang fái það til þess rétta aðstoð. Einnig kann það að meta að fá þá aðstoð sem veitt er og hefur síður neikvætt viðhorf þegar frá líður.

Hagvangur veitir ráðgjöf þar sem tekið er á áfallinu sem starfsmaður verður fyrir en áhersla lögð á að beina sjónum fram á við. Leitast er við að aðstoða starfsmann við að móta nýjan starfsferil, finna styrkleika viðkomandi og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Eðlilega er einnig farið yfir hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit. Nánari upplýsingar hér.

til baka