Við höldum uppi öruggri þjónustu

Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu höfum við hjá Hagvangi gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja að þjónustan verði áfram eins og best verður á kosið.

Við bjóðum nú uppá að sinna bæði ráðningum og ráðgjöf með fjarfundum, fjarviðtölum og öðrum þeim samskiptaformum sem nýtast vel í þessu árferði. Þannig lágmörkum við umgengni á skrifstofum Hagvangs og minnkum smithættu.

Ef fundir eru haldnir í húsakynnum okkar förum við eftir ítrustu leiðbeiningum varðandi fjarlægð milli aðila, snertingu og þrif. Við höldum líka öllum sem koma til okkar vel upplýstum um nauðsynlegar aðgerðir og gefum öllum viðkomandi aðilum ávallt kost á fjarfundum eða frestun ef þeim þykir það öruggari kostur í ljósi aðstæðna hverju sinni.

Lögð er mikil áhersla á handþvott, sótthreinsun og almennt hreinlæti samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins. Borðfletir, hurðarhúnar, kaffivélar ásamt öllum þeim tækjum og tólum sem notuð eru á fundum eru þrifin og sótthreinsuð reglulega og eftir alla fundi.

Við hjá Hagvangi reynum að líta á ástandið eins björtum augum og unnt er, hugsum í lausnum varðandi framkvæmd verkefna og höldum hlutum gangandi þar til birta fer til. Við viljum gjarnan hvetja bæði viðskiptavini okkar sem og umsækjendur, að nýta þennan tíma vel í að móta og skipuleggja næstu mánuði.

Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum, og leggjum okkur fram við að finna lausnir í takt við þær breytingar sem við stöndum frammi fyrir.

Baráttukveðjur,
Starfsfólk Hagvangs

til baka