Morgunverðarfundur - Siðferði og líðan á íslenskum vinnumarkaði

#Metoo og hvað svo? Hvað segja nýjustu kannanir um stöðuna hér á landi?

Hvernig getur Siðferðisgáttin stutt við faglega úrvinnslu erfiðra mála?

  

Hagvangur og Zenter rannsóknir, í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi,  boða til morgunverðarfundar þann 21.maí kl. 8:30-10:00 á Grand hótel.  

Dagskrá

- Áhrif #metoo á vinnustaðamenningu á Íslandi. Halla María Ólafsdóttir, MPM, flytur erindi um niðurstöður rannsóknar sinnar.

 

- Hve margir hafa upplifað kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi, ofbeldi eða einelti á vinnustað? Vita starfsmenn hvert er hægt að leita og treysta þeir sér til þess að leita þangað? Hvaða áskorunum standa stjórnendur og mannauðsfólk frammi fyrir í þessum málefnum? Hvað er breytt?

Hagvangur og Zenter rannsóknir, í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, kynna niðurstöður kannana sem framkvæmdar voru af Zenter rannsóknum. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hinsvegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum.

 

- Kynning á Siðferðisgáttinni. Ný þjónusta Hagvangs sem hefur það markmið að skapa fyrirtækjum og stofnunum óháðan vettvang fyrir starfsmenn til að koma því á framfæri ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu eða upplifa vanlíðan á vinnustað.

 

Hvenær: 21.maí, 8:30-10:00

Hvar: Grand hótel

Verð: 5500 kr*

 
Skráðu þér hér!


*Innifalið í verðinu er aðgangur að rafrænu mælaborði sem inniheldur niðurstöður rannsóknarinnar, morgunverðarhlaðborð og kaffi.

 

ATH. Aðeins er takmarkaður fjöldi sem getur skráð sig og síðasti dagur til þess að skrá sig er kl. 12.00 þann 17. maí. Eftir það er skráning bindandi. 

til baka