Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn


Margar spurningar brenna nú líklega á vörum starfsfólks WOW air varðandi væntanlega starfsleit. Hagvangur býður starfsfólki WOW air í heimsókn á þriðjudaginn nk. 2.apríl kl. 17.00 hér í Skógarhlíð 12, 5.hæð.  Þar munum við miðla gagnlegum upplýsingum varðandi starfsleitina og hvernig við sjáum vinnumarkaðinn í ljósi þeirra aðstæðna sem nú blasa við. 
Ráðningarteymi okkar er öflugt með sterkt tengslanet og þjónustar frábæra viðskiptavini.  

 

Við bjóðum starfsfólki WOW air velkomin í heimsókn, aðgangur er ókeypis og við hlökkum til að eiga við ykkur samtal. 

 

Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Með þessu boði viljum við hjá Hagvangi sýna samfélagslega ábyrgð í verki og veita ráðleggingar og hvatningu varðandi komandi atvinnuleit, þar sem um er að ræða stærsta hóp starfsmanna sem missir starf sitt samtímis í sögulegu samhengi.

 

Skráning fer fram á hagvangur@hagvangur.isAthugið að takmarkaður fjöldi kemst að. 

 

Starfsfólk Hagvangs.

til baka