Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir meistarnemi í mannauðsstjórnun í starfsnámi hjá Hagvangi

Hagvangur og Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir hafa gert með sér samkomulag um starfsnám. Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir stundar meistaranám í mannauðsstjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík. Yrsa Guðrún leggur áherslu á vinnusálfræði í náminu og mun því reynsla hennar hér hjá Hagvangi koma henni að góðum notum.

Stefna Hagvangs er meðal annars að viðhalda góðum samskiptum við háskólana og er þetta einn liður í því. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Yrsu Guðrúnu velkomna til starfa.til baka