Mannlegi millistjórnandinn - Reykjavík, Akureyri, Sauðárkrókur, Egilsstaðir og Vestfirðir

Stjórnendanámskeið Hagvangs "Mannlegi millistjórnandinn" verður haldið víða um land í haust. Sauðárkrókur, í samstarfi við Farskólann, hefur bæst við listann og fleiri staðir eru í farvatninu, svo sem Egilsstaðir og sunnanverðir Vestfirðir.

Námskeiðið á Akureyri hefst 19. september, opna námskeiðið í Reykjavík hefst 3. október og það á Sauðárkróki 30. október. Aðrar dagsetningar verða kynntar þegar þær liggja fyrir.

Mjög góð endurmenntun!


Mannlegi millistjórnandinn samanstendur af fjórum hálfs dags lotum. Hver lota tekur á mikilvægum þátttum sem stjórnendur þurfa að þekkja og hafa í huga við stjórnun á starfsfólki sínu. Mikið er lagt upp úr verklegum æfingum og verkefnum sem snúa beint að vinnuumhverfi hvers þátttakenda.

Nánari upplýsingar um Mannlega millistjórnandann

Flott námskeið sem fékk mig til að hugsa hlutina upp á nýtt.

Hafðu samband við Guðjón Svansson ráðgjafa hjá Hagvangi ef þú vilt heyra meir um Mannlega millistjórnandann.

til baka