Samstarf við sveitarfélög

Hagvangur hefur undanfarin misseri unnið mikið með sveitarfélögum á Íslandi. Aðaláherslan í sumar er á ráðningar sveitar- og bæjarstóra, en ráðgjafar Hagvangs vinna þessa dagana með fjölmörgum sveitarfélögum að því að finna og velja hæfa stjórnendur. Innan Hagvangs er áratuga reynsla af sambærilegum verkefnum.

Ráðgjafar Hagvangs hafa sömuleiðis sérhæft sig í þjálfun stjórnenda og starfsmanna sveitarfélaga. Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Bolungarvíkurkaupstaður, Mosfellsbær, Grindavíkurbær, Reykjavíkurborg og Ísafjarðarbær eru á meðal þeirra sveitarfélaga sem Hagvangur hefur unnið með á þessu sviði undanfarið.

Orkustjórnun fyrir sveitarstjórnarfulltrúa

Í undirbúningi er sérstakt námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa stærri og smærri sveitarfélaga. Námskeiðið snýst um að aðstoða nýja, og reyndari, sveitarstjórnarfulltrúa við að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir komandi kjörtímabili.

Álagið á sveitarstjórnarfulltrúa er oft vanmetið, en kemur skýrt fram þegar kemur að kosningum. Þá gefur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ástæðan sem oftast er nefnd? Of mikið álag.

Orkustjórnun Hagvangs gengur út á að vinna gegn álagi og auka andlega og líkamlega orku einstaklinga sem hafa ú mörg horn að líta. Hagvangur er leiðandi í orkustjórnun á Íslandi og hefur unnið með einstaklingun, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á því sviði í mörg ár.

Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er einn þeirra sem sem tók orkustjórnina föstum tökum þegar hann stýrði Ísafjarðarbæ. Hagvangur byrjaði að vinna með stjórnendum bæjarfélagsins í ársbyrjun 2016 og það opnaði augu Gísla fyrir því hvað það væri mikilvægt fyrir hann og aðra stjórnendur og starfsmenn Ísafjarðarbæjar að byggja upp, viðhalda og varðveita eigin orku.

„Ég hélt að ég væri með þetta í fullkomnu jafnvægi, vinnuna og einkalífið, en komst að því að svo var ekki. Ég var alltaf með tölvuna opna, alltaf að svara tölvupóstum og bregðast við áreiti. Langt fram á kvöld. Streitustigið mitt var orðið hátt án þess að ég gerði mér grein fyrir því.“

„Ég áttaði mig á því að þetta gengi ekki lengur og breytti þessu. Fór að sinna sjálfum mér betur, bæði líkamlega og andlega. Fór meðal annars að vinna í núvitund og hreyfa mig meira.“

„Eitt það mikilvægasta sem ég gerði var að skilja vinnuna eftir þegar ég kom heim eða var í fríi. Auðvitað þannig að hægt væri að ná í mig ef eitthvað mikilvægt væri í gangi. En þetta, að einbeita mér að fjölskyldunni og taka frístundirnar alvarlega gerði að verkum að mér fannst enn skemmtilegra í vinnunni en áður. Var ferskari og hafði meiri orku, bæði heima og í vinnunni“.

„Orkustjórnunin tekur á fleiri þáttum sem nýtast þeim sem vinna fyrir sveitarfélög vel. Til dæmis er lögð mikil áhersla á tilfinningar. Að láta ekki krefjandi aðstæður eða annað fólk koma manni úr jafnvægi, heldur halda yfirvegun til að geta metið hlutina rétt og brugðist við þeim í samræmi við það.“

„Ég hef víða sagt frá þessu, hvað orkustjórnunarvinnan með Hagvangi, gerði mikið fyrir mig og okkur í Ísafjarðarbæ.“

Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar 2010-2018.
„Það er bæði gaman og gefandi þegar maður hefur brennandi áhuga á sínu samfélagi að sitja í sveitarstjórn og fá að hafa áhrif á þróun samfélagsins.“

„En þetta er púsl og getur verið mjög krefjandi. Flestir þeir sem sitja í sveitarstjórnum eru líka í fullu starfi og með fjölskyldur. Áreitið getur orðið mikið. Það er að mörgu að huga og verkefnin mörg og fjölbreytt.“

„Eitt það mikilvægasta fyrir þá sem taka að sér hlutverk á borð við að sitja sveitarstjórn er að vita hvar þeir ná sér í orku og passa svo vel upp á að gera það. Ég áttaði mig á því sjálf að ég náði mér í mesta orku með því að fara ein í fjallgöngur. Hafnarfjallið var oftast fyrsti kostur. Hreyfingin, útiveran og friðurinn endurnærði mig.“

Orkustjórnun fyrir sveitarstjórnarfulltrúa byrjar í haust. Innfalið í námskeiðinu er persónuleikapróf, einstaklingsviðtal og í beinu framhaldi hópvinnustofur um orkustjórnun.

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir og Guðjón Svansson, ráðgjafar hjá Hagvangi.

til baka