Gulrót til Guðjóns

Guðjón Svansson, ráðgjafi hjá Hagvangi, og eiginkona hans Vala Mörk fengu á dögunum afhenta Gulrótina 2018.  

Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar og er viðurkenningunni ætlað að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa bæjarins.

Guðjón er í dag ábyrgur fyrir Orkustjórnun Hagvangs sem einmitt gengur út á að auka vellíðan og lífsorku stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og stofnana.

 

Mynd: Hilmar Gunnarsson 

Við óskum Guðjóni og Völu til hamingju með viðurkenninguna!

til baka