Nýtt námskeið - Samningatækni

Hagvangur býður stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana upp á nýtt námskeið sem færir þeim dýrmæt verkfæri til að ná auknum árangri í samningaviðræðum.

Á námskeiðinu eru kynntar leiðir áhrifaríkrar samningatækni og hvernig hægt sé að stuðla að lausnamiðaðri nálgun.

Fyrsta námskeiðið var haldið í Hagvangi í síðustu viku og gekk það stórvel. 

Nokkur ummæli þátttakenda:

  • Skemmtilegt í alla staði og mjög nytsamlegt.
  • Hópavinna og verkefnin uppbyggileg og hvetjandi.
  • Praktísk verkefni sem spila á grunntilfinningum mannsins.
  • Mjög góð upplifun.
  • Góðir leiðbeinendur og góð raunverkefni sem fengu mann til þess að hugsa hlutina í samhengi. 

Næsta námskeið verður í september 2018.

Leiðbeinendur: Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Gyða Kristjánsdóttir. 

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Gyðu Kristjánsdóttur, gyda@hagvangur.is, til þess að forskrá sig eða sitt fólk og fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

til baka