Ráðningamarkaðurinn með augum ráðningaráðgjafans

Þriðjudaginn 6. febrúar síðastliðinn hélt Leifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs, erindi á hádegisfundi í boði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Leifur Geir fjallaði um ýmis praktísk atriði fyrir stjórnendur og umsækjendur um atvinnumarkaðinn í dag, þróun í aðferðum við ráðningar og ýmsa pytti sem gott er að varast vilji maður byggja upp farsælan starfsferil.

Hagvangur þjónustar í dag fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög alls staðar á Íslandi í ráðningum og hefur gert í áratugi. 

 

til baka