Mannlegi millistjórnandinn - Skráning á opin námskeið á Akureyri og í Reykjavík

Vertu góð fyrirmynd og laðaðu fram það besta í fólkinu þínu 

Markmið námskeiðsins er að styrkja nýlega stjórnendur í störfum sínum. Fjórar 4 klst. námslotur leggja áherslu á mikilvægustu og hagnýtustu þætti nútímalegrar stjórnunar út frá sjónarhorni hins mannlega stjórnanda sem leggur áherslu á að laða fram það besta í hverjum og einum starfsmanni. 


Námskeiðið var í alla staði frábært! Fyrir mig sem nýliða í stjórnun gerði þetta heilmikið og hefur hjálpað mér að takast á við ýmis verkefni með meiri staðfestu og öryggi.

Ég lærði ekki bara um stjórnun heldur einnig heilmikið um mig sjálfa. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að stjórnunarhlutverki á einhvern hátt.


Lota #1 - Þekktu sjálfan þig: Persónuleg árangursstjórnun

Trúverðugur leiðtogi í nútímaumhverfi þarf að halda mörgum boltum á lofti, ná árangri á mörgum vígstöðvum og helst að vera fyrirmynd starfsmanna sinna í leiðinni. Í fyrstu lotu er farið yfir það hvernig stjórnandinn getur tekist á við aukið álag í lífinu með því að nýta sér sjónarhorn orkustjórnunar. Þannig eykur hún/hann gæði sinnar vinnu, afköst og framlegð, jafnframt því að stuðla að auknu heilbrigði og starfsánægju vinnustaðarins.

Lota #2 - Kjarninn: Að stjórna fólki

Önnur lotan fjallar um hlutverk millistjórnandans og síbreytileg viðfangsefni hans tengd stjórnun á fólki. Farið er í aðferðir við ráðningar, móttöku og þjálfun starfsmanna auk þess sem lögð er áhersla á frammistöðustjórnun, hvernig stjórnendur geta nýtt endurgjöf og hvatningu til að laða fram það besta hjá sínu fólki. Lögð er áhersla á verkefni og hagnýtar æfingar.

Lota #3 - Leysum hnútinn: Árangursrík samskipti

Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni, áhrif tilfinninga og viðbrögð. Farið er yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt. Þátttakendur eru efldir í að taka á erfiðum starfsmannamálum og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við erfið mál s.s. samskiptavanda, agamál og óánægju, meðal annars í gegnum æfingar.

Lota #4 - Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta

Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi nálganir að hlutverki leiðtogans. Þátttakendur skoða mismunandi tengsl við undirmenn sína og hvernig megi nýta þau til að auka árangur heildarinnar með því að laða fram það besta hjá hverjum og einum. Fjallað er um mikilvægi mótunar og miðlunar framtíðarsýnar, farsæla breytingastjórnun og þjónandi forystu. 

Mannlegi millistjórnandinn er afar fróðlegt og skemmtilegt námskeið. Kennararnir eru algjörlega frábærir, lifandi og
áhugasamir um að koma námsefninu virkilega vel til skila.

Fyrirkomulag

Við bjóðum upp á Mannlega millistjórnandann í mismunandi útgáfum. Þær byggja allar á lotunum fjórum.

  • Fjórar hálfsdags vinnustofur með 3-4 vikna millibili
  • Tvær heilsdags vinnustofur með 3-4 vikna millibili
  • Tveggja daga vinnustofa

Hagvangur heldur Mannlega millistjórnandann í formi opinna námskeiða í samstarfi við SÍMEY á Akureyri, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Visku í Vestmannaeyjum. 

Næstu námskeið (2018)

  • Akureyri. Fjórar hálfsdags lotur, kl. 13.00 - 17.00. 24. jan / 13. feb / 7. mars / 21. mars. Skráning
  • Reykjavík. Tvær heilsdags lotur. kl. 9.00 - 17.00. 14. feb / 14. mars. Skráning

Sömuleiðis býður Hagvangur fyrirtækjum og stofnunum um allt land Mannlega millistjórnandann sem innanhús námskeið. 

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur.is

til baka