Mannlegi millistjórnandinn - Allt að fyllast!

Mannlegi millistjórnandinn er farinn á flug. Opna námskeiðið á Akureyri hófst á þriðjudaginn og opna námskeiðið á Ísafirði í dag. Í vikunni hófst mannlegt millistjórnendanámskeið fyrir á fjórða tug stjórnenda hjá Advania. 

Opna námskeiðið í Reykjavík byrjar í næstu viku og síðan taka við námskeið í Borgarnesi, á Húsavík og á Sauðárkróki. Líklegt er að hægt verði að bjóða upp á námskeið á Bíldudal og í Vestmannaeyjum í haust.

Mögulegt er að bæta við örfáum námskeiðum í október og nóvember. Áhugasömum er ráðlagt að hafa samband sem fyrst við gudjon@hagvangur.is.

Skráning á opnu námskeiðin og nánari upplýsingar

Skráning á opnu námskeiði
til baka