Mannlegi millistjórnandinn - Skráning hafin á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík!

Markmið námskeiðsins er að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. Lögð er áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt.

Mannlegi millistjórnandinn er afar fróðlegt og skemmtilegt námskeið. Kennararnir algjörlega frábærir, lifandi og áhugasamir um að koma námsefninu virkilega vel til skila.

Hagvangur er nú þegar í samstarfi við SÍMEY og Fræðslumiðstöð Vestfjarða um Mannlega millistjórnandann ​á Akureyri og Ísafirði og stefnt er á að halda námskeiðið á fleiri landssvæðum í haust.

Næstu námskeið: 

  • Akureyri. 5. september - 28. nóvember 2017. Fjórar hálfsdags vinnustofur.
  • Reykjavík. 13. september - 11. október 2017.  Tvær heilsdags vinnustofur.
  • Ísafjörður. 7. september - 28. september 2017. Tvær heilsdags vinnustofur. 


 

til baka