Mannlegi millistjórnandinn - Akureyri

Mannlegi millistjórnandinn er samstarfsverkefni Hagvangs og SÍMEYJAR, en verkefnið snýst um að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. 

Verkefnið er nú hálfnað og þátttakendur sem koma frá ýmsum norðlenskum fyrirtækjum og stofnunum eru ánægðir með námskeiðið.


Það hefur gengið mjög vel og mig langar að þakka fyrir frábæra tíma með Sveinu, já og öllum, þetta er mjög skemmtilegur hópur.

Námskeiðið hefur verið mér mjög gagnlegt og eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda í mínu starfi.

Dagurinn í gær var alveg frábær, Sveina er svo flott í þessu. Efnið var virkilega áhugavert og skemmtilegt.

​Mér finnst að allir millistjórnendur ættu að fara á svona námskeið.

Næstu vinnustofur í Mannlega millistjórnandum á Akureyri ganga út á árangursrík samskipti, leiðtogahlutverkið og þjónandi forystu.

Í undirbúningi er að halda annað sambærilegt námskeið á Akureyri í haust. Sömuleiðis er verið að skoða önnur landssvæði.

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson

til baka