Sterkari stjórnandi - laus pláss í apríl

Hagvangur býður upp á nútímalega stjórnendaþjálfun sem hentar sérstaklega vel fyrir nýja millistjórnendur mannaforráð. Þjálfunin miðast við þarfir 21. aldarinnar og byggir á ítarlegri greiningu á styrkleikum og veikleikum viðkomandi sem gerð er í upphafi þjálfunar.  Hver stjórnandi vinnur út frá sínum eigin niðurstöðum í vinnustofunum og lögð er áhersla á hagnýtar æfingar.

Næsti Sterkari stjórnandi hefst með persónuleikamati og einstaklangsviðtölum í vikunni 18.-21. apríl. Skráning er hafin og er um helmingur sæta þegar frátekinn. Skráning: namskeid@hagvangur.is

Sterkari stjórnandi var haldið í Reykjavík í ársbyrjun. Þátttakendur höfðu meðal annars þetta að segja um námskeiðið:

Hjálpar manni að sjá hlutina í víðar samhengi.

Fjölbreytt efni.

Reynslusögur annarra þátttakenda voru góð viðbót.

Fékk tæki og tól til að útbúa ferla á mínum vinnustað.

Mjög gott hversu vel var farið yfir efnið og verkefnavinna tengd við veruleika og áskoranir þátttakenda.

Námskeiðið var vel upp sett, vel skipulagt, leiðbeinendur til fyrirmyndar. 

Haldið áfram á sömu braut!

Nánari upplýsingar um Sterkari stjórnandi

til baka