Hall­dór Benjamín ráðinn til SA

Hall­dór hefur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu m.a. sem hag­fræðing­ur og síðar fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hef­ur hann m.a. starfað hjá Milest­one, Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­an­um og Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands. Hall­dór Benja­mín hef­ur sinnt stunda­kennslu í þjóðar- og rekstr­ar­hag­fræði bæði við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Reykja­vík og er höf­und­ur fjölda greina og rita um hag­fræðileg mál­efni.

Hall­dór sit­ur m.a. í stjórn­um Lind­ar­vatns ehf., sem vinn­ur að upp­bygg­ingu á Lands­s­ímareitn­um við Aust­ur­völl, og í fag­fjár­festa­sjóðnum Lands­bréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálf­stæðri verk­efn­is­stjórn Sam­ráðsvett­vangs um aukna hag­sæld um end­ur­skoðun skatt­kerf­is­ins og hef­ur sinnt fjöl­breyttri ráðgjöf inn­an ís­lensks stjórn­kerf­is.

Hall­dór Benja­mín er 37 ára gam­all og er kvænt­ur Guðrúnu Ásu Björns­dótt­ur lækni og eiga þau þrjá drengi á leik­skóla­aldri. Hann er stúd­ent af eðlis­fræðibraut Mennta­skól­ans í Reykja­vík, lauk hag­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford há­skóla.til baka