Orkustjórnun í Eyjafirði

Hagvangur, í samstarfi við SÍMEY (Símenntunarstöð Eyjafjarðar), stóð í haust fyrir rúmlega 3ja mánaða orkustjórnunarnámskeiði fyrir alla almenna starfsmenn grunnskóla Eyjafjarðar. Verkefnið hófst um miðjan ágúst og lauk í lok október.

Samtals voru haldnar níu vinnustofur um orkustjórnun á Akureyri. Á vinnustofunum var farið yfir hvernig fólk getur byggt upp, aukið og endurnýjað eigin orku þannig að það afkasti meiru í vinnu og líði betur líkamlega og andlega. Þátttakendur völdu sér nýjar og orkugefandi venjur til að innleiða á milli vinnustofanna.

Anna Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá SÍMEY, bauð þátttakendum upp á einstaklingsviðtöl á tímabilinu og styrkti það verkefnið mikið.

Guðjón Svansson, ráðgjafi í orkustjórnun hjá Hagvangi, var leiðbeinandi á vinnustofunum.

Umsagnir nokkurra þátttakenda:

„Æðislegt námskeið. Núna fer ég út í ca klukkutíma öðru hvoru og hleð batteríin. Spila badminton o.fl.“

„Mikil hvatning. Ég fer núna út að labba kl. 06.00 á morgnana og fór í gönguhóp. Hugsa betur um mig og hreyfi mig meira.“

„Frábær hvatning –  við stofnuðum gönguhóp í vinnunni og förum að ganga saman einu sinni í viku.“

 „Rosalega gott námskeið – hvetur mann til að hugsa um að vera hér og nú. Frábær hann Guðjón, svo mannlegur. Fær 10 fyrir góða nærveru.“

„Ég nýtti námskeiðið vel. Fer út og anda að mér súrefni í fimm mínútur. Hef skoðað mataræði og hreyfingu og set sjálfa mig oftar í fyrsta sæti.“

„Það er gott að láta minna sig á að maður þarf að hafa tíma fyrir sig.“

„Námskeiðið hefur hjálpað mér við að halda mér við efnið. Ég hreyfi mig núna þrisvar sinnum í viku. Hendi mér í sófann í vinnunni í 5 mínútur.“

„Það er mjög gott að taka þátt í svona verkefnum og láta hrista aðeins upp í sér.“

Afrakstur góðrar orkustjórnunar er meðal annars þessi:

  • Minni streita, meiri vellíðan
  • Aukinn agi og einbeiting
  • Aukin gæði vinnu
  • Ferskari hugmyndir, betri ákvarðanataka
  • Skýrari forgangsröðun, meiri árangur
  • Ríkara umburðarlyndi og betri samskipti
  • Uppbyggilegur starfsandi og sterkari liðsheild
  • Heilbrigðari lífsstíll og aukin hamingja

Hagvangur og SÍMEY hafa gert samkomulag um frekara samstarf. Á döfinni er m.a. námskeiðið „Mannlegi millistjórnandinn“ sem samanstendur af fjórum hálfs dags vinnustofum og einstaklingsviðtölum og er ætlað að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum.

Nánari upplýsingar:

Guðjón Svansson og Anna Lóa Ólafsdóttir

til baka