Harpa nýr fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika

Harpa Jóns­dótt­ir hef­ur verið ráðin í starf fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­stöðug­leika hjá Seðlabanka Íslands.

Harpa hefur gegnt stöðu aðstoðarfram­kvæmda­stjóra fjár­mála­stöðug­leika­sviðs síðastliðin fimm ár. Áður starfaði Harpa sem for­stöðumaður rann­sókna og viðbúnaðar hjá Seðlabank­an­um og við áhættu­stýr­ingu hjá Spari­sjóðabank­an­um og Glitni. Í störf­um sín­um hef­ur Harpa öðlast víðtæka reynslu af rann­sókn­um og stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hún hef­ur auk þess setið sem varamaður í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá ár­inu 2012. Harpa er með BS-gráðu í stærðfræði frá Há­skóla Íslands, og MS- og Ph.D-gráðu í verk­fræði frá Dan­marks Tekn­iske Uni­versitet.

til baka