Þórdís Lóa nýr forstjóri Grey Line

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir hef­ur verið ráðin for­stjóri ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Gray Line á Íslandi.  Þór­dís Lóa er með MBA-gráðu frá Há­skóla Reykja­vík­ur og býr að langri stjórn­un­ar­reynslu í ferðaþjón­ustu, alþjóðasam­skipt­um og op­in­berri þjón­ustu, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

Hún er formaður stjórn­ar Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu (FKA) og var um ára­bil stjórn­ar­formaður FinIce, finnsk-ís­lenska viðskiptaráðsins. Hún sit­ur í stjórn Eld­eyj­ar THL, sem er fjár­fest­ing­ar­fé­lag í ferðaþjón­ustu, svo og í stjórn fjöl­miðils­ins Hring­braut­ar. Hjá Hring­braut hef­ur hún verið stjórn­andi þátt­anna Sjón­ar­horns og Lóa og lífið.

Alls starfa 260 hjá Gray Line á Íslandi og velti fyr­ir­tækið rúm­lega 3,5 millj­örðum króna í fyrra.

til baka