Óskar Jósefsson ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála

Óskar Jósefsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Óskar var valinn úr hópi 42ja umsækjenda.

Óskar Jósefsson hefur víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað við stjórnendaráðgjöf til margra ára, bæði á almennum og opinberum markaði. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Advance ehf. árið 2008 og hefur rekið það síðan, auk þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum. Hann hefur fjölbreytta reynslu af því að leysa flókin verkefni og tók meðal annars við stöðu forstjóra hjá Landssíma Íslands hf. á umbrotatímum og leiddi fyrirtækið í gegnum þá. Hann var forstjóri Ístaks hf. og framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Kaupþings banka, auk þess sem hann stýrði ráðgjafastarfsemi PwC um nokkura ára skeið. Óskar er verkfræðingur með M.Sc. gráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmörku.
til baka