Íris Guðrún ráðin til Seðlabankans

Íris Guðrún Ragnarsdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri Seðlabanka Íslands.
Íris Guðrún verður forstöðumaður starfsmannaþjónustu á sviði rekstrar og starfsmannamála hjá bankanum. Íris Guðrún hefur yfir 10 ára reynslu úr fjármálageiranum og þar af unnið við mannauðsstjórnun í rúmlega 7 ár.

Hefur hún undanfarið unnið sem liðsstjóri starfsmannaþjónustu Arion banka og mannauðsstjóri. Íris Guðrún hefur einnig sinnt ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur varðandi ráðningar, samningagerð, launamál, starfsþróun, fræðslu, skipulagsbreytingar og áætlanagerð um mannaflaþörf.

Íris Guðrún er með M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Copenhagen Business School og Cand. Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál.til baka