Kristján Geir ráðinn til Odda

Kristján Geir Gunnarsson er nýr framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs hjá Odda, en hann var áður í sömu stöðu hjá Nóa. Áður starfaði hann meðal annars sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.

Kristján er iðnrekstrarfræðingur, með Bsc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Copenhagen Business School.
til baka