Jón Viðar til ÍSAM

Jón Viðar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍSAM. Jón Viðar hefur mikla reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, sem og af rekstri, en hann hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf. Jón Viðar er með B.Sc. gráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík.
til baka