Máttur kvenna í Tanzaníu

Hagvangur tók þátt í að styrkja verkefnið Máttur kvenna í Tanzanínu sem Háskólinn á Bifröst efndi til í febrúar síðastliðinn, meðal annars með því að gefa fartölvu sem notuð var við kennslu.
 

Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi og aðjúnkt við Bifröst var ein þeirra þriggja Íslendinga sem fór til Tanzaníu og annaðist kennslu á námskeiðinu sem á fimmta tug kvenna sóttu. Rótarýklúbburinn Straumur í Hafnarfirði heimsótti Hagvang í morgun og hlýddi á kynningu á verkefninu. Restituta Joseph Surumbu, sem sá um að túlka kennsluna yfir á swahili er einmitt stödd á landinu og tók þátt í kynningu á verkefninu ásamt Geirlaugu.


Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni

www.womanpowerafrica.org og www.facebook.com/MatturKvennaTansania/.

til baka