Skráning hafin í 10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs í haust

Fyrsta 1o vikna orkustjórnunarnámskeiði Hagvangs lauk í maí.

Allir þátttakendur námskeiðsins náðu að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu með því að innleiða orkugefandi venjur. Venjurnar voru af mismunandi toga en snérust meðal annars um meiri einbeitingu, aukin afköst og gæði í vinnu, bættan svefn, aukna hreyfingu, hugleiðslu og betri samveru með fjölskyldunni. 

 • Gott námskeið sem gerðir mann meðvitaðri um að ná stjórn á aðstæðum. Stundum er eins og vinnan og tímaþröng séu að gleypa mann en þarna fæst bjargráð sem gott er bæði að grípa til og eins tileinka sér. 

Þátttakendur þökkuðu sjálfum sér, leiðbeinendum, aðferðafræðinni og aðhaldinu árangurinn.

 • Mér fannst þetta mjög gott tækifæri til að endurhugsa það sem maður er að gera. Góður stuðningur frá hópnum.
 • Skemmtilegt og fræðandi. Margt nýtt og ferskt!
 • Orkupásurnar á milli fyrirlestra/umræðna voru snilld. 

Ekki allar tilraunir til þess að innleiða orkugefandi venjur gengu strax upp. Sumar pössuðu ekki inn í daglega rútínu, aðrar skiluðu ekki þeim árangri sem ætlast var til. Í slíkum tilfellum breyttu þátttakendur venjunum eða tóku þær alveg út og settu aðrar inn í staðinn

 • Það er bæði hollt og nauðsynlegt að skoða sjálfan sig og sínar venjur utan frá. Finna hvað er gert vel og hverju má breyta og bæta. Námskeiðið býr til grundvöll fyrir þessa sjálfsskoðun og gefur manni „leyfi“ til að fókusera á þetta.

Allir þátttakendur ætla að viðhalda þeim venjum sem þeir innleiddu með því passa að þær verði hluti af rútínu dagsins.

 • Ég finn hvað orkuvenjurnar gera mér gott og ætla að halda í þá góðu tilfinningu.

Flestir ætla að bæta við nýjum venjum á komandi vikum og mánuðum, en aðrir vilja fyrst festa núverandi venjur 100% í sessi áður en þeir innleiða nýjar venjur.

Allir ráðleggja öðrum að taka þátt í orkustjórnunarverkefni með Hagvangi.

 • Góð innlögn um efnið og mikilvægt að ræða málin í hópi, fá hugmyndir og heyra um reynslu annarra.
 • Góður stuðningur frá leiðbeinendum og hópnum.
 • Gott utanumhald og leiðbeinendur setja málefnin í raunhæft samhengi við það sem flestir eru að kljást við dags daglega. Gott aðhald einnig, það er ekkert hægt að sleppa neitt auðveldlega frá verkefninu.
 • Hentar mjög vel einstaklingum sem hafa mikið að gera og eru undir miklu álagi. 

Leiðbeinendurnir þrír stóðu sig vel að mati þátttakenda.

 • Þau stóðu sig mjög vel. Hvert þeirra með er með sína nálgun sem síðan smellur saman í eina heild á námskeiðinu.
 • Mjög góð blanda af kennsluaðferðum. Virkar vel að nota alvöru orkupásur!
 • Hvatning til þátttöku og tjáningar.
 • Þau stóðu sig gríðarlega vel, áhugverð að hlusta á og héldu athygli viðtakenda vel. 

Næsta 10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs hefst miðvikudaginn 14. september. Upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag veitir Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og fyrstu sætin á námskeiðið eru þegar frátekin þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst.   


10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs er hannað fyrir metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn sem upplifa of mikla streitu í lífi sínu, finnst þeir eyða of miklum tíma í að bregðast við stanslausu áreiti og fái lítinn frið til að sinna mikilvægustu verkefnum sínum.

Þátttakendafjöldi á hverju 10 vikna námskeiði takmarkast við 12 einstaklinga. Námskeiðið samanstendur af vinnustofum, einstaklingsviðtölum og daglegu aðhaldi í þær tíu vikur sem námskeiðið stendur yfir.til baka