Ingi­björg Arn­ar­dótt­ir ráðin til RB

Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir hef­ur tekið við starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs hjá Reikn­ings­stofu bank­anna. Hún hef­ur víðtæka reynslu af stjórn­un fyr­ir­tækja, fjár­mála, upp­lýs­inga­tækni og stjórn­ar­setu. 

Ingi­björg starfaði hjá Valitor frá 2008 til 2016 sem fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ing­ar, fjár­mála, stjórn­un­ar og mannauðs. Þá kom hún að upp­bygg­ingu er­lendr­ar starfsemi fé­lags­ins.


Áður starfaði hún sem lána­stjóri hjá Glitni árin 2007 og 2008, fram­kvæmda­stjóri heild­versl­un­ar Karls K. Karls­son­ar frá 2001 til 2007 og sem ráðgjafi í upp­lýsinga-kerf­um fjár­mála hjá DIT í London á ár­un­um 1997 til 2000.

Ingi­björg lauk Cand. Oecon prófi í viðskipta­fræði af end­ur­skoðun­ar­sviði Há­skóla Íslands 1996 og meist­ara­prófi í fjár­mál­um frá Cass Bus­iness School í London 2000.

 

til baka