Nýr framkvæmdastjóri FKA

Hrafnhildur hefur víðtæka menntun og 15 ára reynslu í stjórnunar-, markaðs- og kynningarmálum. Hún starfaði sem verkefnastjóri MBA-náms í Háskólanum Reykjavík frá 2007 en áður var hún kynningarstjóri Námsgagnastofnunar. Hrafnhildur er með PLD gráðu frá IESE Business School í Barcelona, B.A. gráðu í almannatengslum frá Auckland University of Technology í Nýja Sjálandi og IAA gráðu í markaðs- og auglýsingafræðum frá IACT í Kuala Lumpur.

Hrafnhildur hefur jafnframt mikinn áhuga á markþjálfun og er útskrifaður stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Hún hefur reynslu af stjórnarsetu og er ein af þremur stofnendum styrktarfélagsins Gleym mér ei og situr í stjórn þess.til baka