Námskeið í orkustjórnun

Þátttakendafjöldi á hverju 10 vikna námskeiði takmarkast við 12 einstaklinga.
Námskeiðið samanstendur af fjórum morgunvinnustofum, tveimur einstaklingsviðtölum og daglegu aðhaldi í þær tíu vikur sem námskeiðið stendur yfir.
Mikil áhersla er lögð á líkamlegt heilsuhreysti, grunninn að öflugri orkustjórnun. Einnig verður farið ítarlega yfir hvernig best er að skapa þannig aðstæður að hægt sé að einbeita sér að mikilvægum verkefnum, stýra eigin tilfinningum í stað þess að láta aðra gera það og nálgast vinnu og verkefni þannig að þau fylli mann orku.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur.is
til baka