Erlendur Geir ráðinn til Kerecis

Erlendur hefur langa reynslu af sölu- og markaðsmálum, meðal annars hjá Össuri, Prómens og Sæplasti.

Erlendur Geir Arnarson hefur verið ráðinn yfirmaður sölu og dreifingar hjá Kerecis. Erlendur hefur talsverða reynslu af sölu- og markaðsmálum, en hann starfaði fyrir Össur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Erlendur stýrði tveimur aðalvörulínum Össurar á meðan mikið vaxtarskeið félagsins gekk yfir og var markaðsstjóri félagsins um tíma.

Erlendur hefur undanfarið starfað sem forstöðumaður samksipta hjá Prómens og þar áður hjá forvera þess, Sæplasti sem sölu- og markaðssjóri.

Erlendur er menntaður í markaðs- og útflutningsfræðum í Danmörku, þar sem hann starfaði um skeið.

„Ráðning Erlendar til Kerecis er mikilvægt skref fyrir félagið núna þegar við tökum okkar fyrstu skref við markaðssetningu á vörum okkar. Hann býr að viðamikilli reynslu sem mun nýtast okkur vel við uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi okkar"" segir Guðmundur F. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Kerecis.

Erlendur er 53 ára gamall og er kvæntur Díu Björk Birgisdóttur. Þau eiga tvö börn.

til baka