Einar Bárðarson ráðinn til Kynnisferða

Einar Bárðarson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu Kynnisferða.
Einar hefur verið forstöðumaður Höfuðborgarstofu frá árinu 2012 en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Sem forstöðumaður Höfuðborgarstofu bar hann ábyrgð á aðkomu borgarinnar að ferðaþjónustu, m.a. rekstri upplýsingamiðstöðvar í Aðalstræti og markaðssetningu Reykjavíkur sem áfangastaðar. Höfuðborgarstofa ber jafnframt ábyrgð á stórviðburðum á vegum Reykjavíkurborgar líkt og Menningarnótt. Til margra ára starfaði Einar í afþreyingargeiranum, m.a. sem framkvæmdastjóri Concert og útvarpstöðvarinnar K100. Einar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann mun hefja störf í lok sumars hjá Kynnisferðum.

til baka