Þorgerður ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar

Þorgerður Þráinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar úr hópi rúmlega eitt hundrað umsækjendjenda.

Þorgerður hefur víðtæka reynslu af stjórnun og smásölurekstri. Hún kemur til Fríhafnarinnar frá Lyfju hf. þar sem hún sat í framkvæmdastjórn í tíu ár, síðast sem forstöðumaður verslana- og markaðssviðs en þar á undan sem starfsmannastjóri. Áður hefur hún meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá IBM Business Consulting Services í mannauðsmálum og rannsóknum.

Þorgerður er með BA og Cand.Psych gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið PMD stjórnendanámi frá Opna háskólanum.

til baka