Góð ráð

Hvaða vægi hefur umsókn í ráðningarferlinu?

Gögn sem þú sendir atvinnurekanda um sjálfan þig eru fyrstu kynni atvinnurekandans af þér, og því eitt mikilvægasta skrefið í atvinnuleitinni. Óhjákvæmilega dregur atvinnurekandi ályktanir af því sem þar er að finna og geta t.d. frágangur og uppsetning umsóknar haft mikil áhrif á möguleika þína á viðtali.