Ráðningar

Góð afkoma fyrirtækja byggist að miklu leyti á vönduðu starfsmannavali og þess vegna geta mistök í ráðningarferli verið mjög dýrkeypt. Það borgar sig því margfalt að vanda til verka þegar velja skal starfsmann í laust starf.
Reynslumiklir ráðgjafar Hagvangs sinna nokkur hundruð ráðningum á ári og hafa því mikla þekkingu á markaðnum. Viðskiptavinir Hagvangs geta treyst á gæði ráðninga þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, gagnkvæman trúnað og persónulega þjónustu.


Hagvangur tekur að sér ráðningar í allar tegundir starfa og leggur sig fram um að sníða þjónustuna að mismunandi þörfum fyrirtækja með það að leiðarljósi að finna og ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni.


Þjónusta Hagvangs:

Almennt ráðningarferli frá A-Ö (gerð starfslýsingar, starf auglýst,  umsóknir metnar, viðtöl, öflun umsagna o.fl.)
Leitað í öflugum gagnagrunni og í gegnum sterkt tengslanet  að rétta aðilanum í starfið 
Stjórnendaleit Hagvangs (e.head-hunting) 
Persónuleikamöt
Stjórnarseta (tilnefningar)
Ráðgjöf í ráðningarferli
Ráðgjöf í launaviðræðum
Starfslokaráðgjöf

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk kýs að vera á skrá hjá ráðningarfyrirtæki. Við leggjum mikla áherslu á trúnað og meðhöndlum þína umsókn eftir aðstæðum hverju sinni.
Gagnkvæmur trúnaður og persónuleg þjónusta er í öndvegi hjá okkur. Hagvangur / EMA Partners ábyrgist að farið verði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.