Starfskjarastefna

Hagvangur býður upp á ráðgjöf varðandi uppbyggingu á árangursríkri starfskjarastefnu fyrirtækja. 

Samkvæmt lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, er gerð sú krafa á stjórnir margra félaga að hún skuli samþykkja starfskjarastefnu félagsins. Í henni skal m.a. vikið að grundvallaratriðum varðandi starfskjör stjórnenda og stjórnarmanna sem og stefnu félagsins varðandi samninga við stjórnendur og stjórnarmenn.

Mikilvægt er að starfskjarastefna fyrirtækja tryggi samkeppnishæfni sína varðandi starfskjör lykilstarfsmanna og býr Hagvangur yfir viðamiklum upplýsingum um starfskjör stjórnenda og sérfræðinga.