Orkustjórnun eða ekki?

Orkustjórn Hagvangs snýst um einstaklinginn. Að hann sé líkamlega heilbrigður, hraustur, í góðu andlegu jafnvægi, geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, líði vel í vinnu og heima fyrir og upplifi skýran tilgang með því sem hann gerir.

Orkustjórnun er fyrir þig ef þú:

  • ert oft úrvinda af þreytu
  • ert oft pirruð/pirraður
  • ert oft óþolinmóð/-ur eða áhyggjufull/-ur
  • átt erfitt með að einbeita þér að einu í einu
  • færð minna út úr lífinu en þú vildir
  • finnst þér þú vera í eilífu kapphlaupi bara til þess að halda þér á floti

Ef þú hinsvegar hreyfir þig reglulega, borðar hollan og góðan mat, sefur vel, átt margar gæðastundir með fjölskyldunni, mætir stressi og álagi af yfirvegun, nærð að einbeita þér að því sem máli skiptir og upplifir skýran tilgang með því sem þú gerir ertu í góðum málum og þarft ekki á okkur að halda. Vel gert!

Farðu vel með þig um páskana, njóttu frísins og samverunnar með þeim sem þér næst standa.

Orkukveðjur,

Gaui

til baka