Rafrænt námskeið - Jákvæð andleg orka

Við bjóðum nú upp á rafrænt námskeið um jákvæða andlega orku fyrir starfsfólk.  Efnið er um 45 mínútur og er því skipt upp í 6 hluta. Hver hluti er 4-8 mínútur og enda þeir allir á einstaklingsverkefni. 

Góð andleg orka og tilfinningalegt jafnvægi er eitt okkar allra mikilvægasta og sterkasta vopn þegar á móti blæs.  Það getur verið krefjandi verkefni að ná góðum tökum á tilfinningalegu jafnvægi og viðhalda jákvæðri andlegri orku og því er mikilvægt að tileinka sér leiðir til þess. 
Neikvæðar tilfinningar leiða til óskynsamlegra viðbragða, trufla rökhugsun og tæma orkubirgðir okkar hratt. Það er ríkuleg uppspretta orku og gleði að vera meðvituð um hvað skiptir okkur raunverulega máli í lífinu.  
Hagvangur hefur í fjölmörg ár lagt áherslu á fræðslu og þjálfun sem snýr að Orkustjórnun starfsfólks. Orkustjórnun snýst um að byggja upp, viðhalda og endurnýja orku stjórnenda og starfsmanna þannig að þeim líði sem best í og utan vinnu. 

Markmið námskeiðsins er að: 

  • Auka vellíðan og orku á erfiðum tímum
  • Auka jákvæðni og skapa þannig besta liðið  
  • Tileinka sér verkfæri til að stjórna eigin tilfinningum.
  • Fanga hugmyndir  um  hvernig megi fá fólk með sér í lið í jákvæðninni
  • Átta sig á því hvað hleður okkur jákvæðri orku og stuðlar að jákvæðum tilfinningum 
  • Átta sig á fórnarkostnaði við að dvelja of lengi við neikvæðar tilfinningar.

Athugið: Námskeiðið er sett upp fyrir fyrirtæki og stofnanir, ekki er um einstaklings námskeið að ræða. 


Hér má sjá sýnishorn: https://vimeo.com/420296977


Nánari upplýsingar veita Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússson - hlynur@hagvangur.is