Fjarvistastjórnun

Fjarvistir í einhverjum mæli eru óhjákvæmilegar á öllum vinnustöðum.  Fjarvistir má ýmist rekja til heilsufarslegra þátta starfsmanns, hegðunartengdra þátta eða umhverfisþátta.  Þó aldrei sé hægt að koma í veg fyrir allar fjarvistir má draga úr þeim og koma auga á ónauðsynlegar fjarvistir með markvissu utanumhaldi á fjarvistum, greiningu, forvörnum og eftifylgd.  

Fjarvistir eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni og rekstrarafkomu fyrirtækja.  Með markvissri fjarvistarstjórnun má hafa áhrif á tíðni og lengd fjarvista og draga úr kostnaði vegna þeirra.  Auk þess felast í fjarvistarstjórnun tækifæri til að hafa áhrif á ýmsa aðra þætti s.s. vinnustaðamenningu, framleiðni og líðan starfsmanna í vinnu.  

Ráðgjafar Hagvangs aðstoða stjórnendur við greiningu á fjarvistum og innleiðingu á markvissri fjarvistarstjórnun.                 

Á innleðingartímanum eru vinnustofur með stjórnendum og starfsmönnum sem styðja við innleiðinguna.  Vinnustofur með stjórnendum snúa að fræðslu um fjarvistarstjórnun, gerð fjarvistarstefnu, þjálfun í erfiðum samtölum og forvörnum.  Vinnustofur með öllum starfsmönnum snúa að innleiðingu stefnunnar, forvörnum og orkustjórnun.