Úrlausn samskiptavanda og ágreiningsmála

Samskiptavandi á vinnustað getur haft víðtæk áhrif, dregið verulega úr frammistöðu og haft neikvæð áhrif á líðan starfsmanna.

Ráðgjafar Hagvangs hafa mikla reynslu af því að greina samskiptavanda og vinna að úrlausnum og er það gert út frá bestu sérfræðiþekkingu á sviði vinnusálfræði.  Þegar búið er að greina vandann er lögð áhersla á inngrip sem tekur á þeim vanda sem um ræðir, uppbyggingu og varanlegan árangur.

Auk þess sem ráðgjafar Hagvangs taka að sér úrlausn einstakra mála veita þeir stjórnendum stuðning við að takast á við slík mál.