Erfið starfsmannamál

Erfið starfsmannamál sem stjórnendur geta þurft að takast á við eru fjölbreytt.  Það eru nokkur verkefni sem reynast flestum stjórnendum erfiðari en önnur og má sem dæmi nefna frammistöðuvanda, samskiptavanda, eineltismál, veikindi og uppsagnir.  Það er mikilvægt að slík mál séu unnin faglega og stjórnendur séu vel undirbúnir til þess að takast á við viðkvæmar tilfinningar sem oft fylgja.  

Ráðgjafar Hagvangs veita stjórnendum stuðning og ráðgjöf um hvernig eigi að nálgast viðkvæm eða erfið málefni og aðstoða þá við að undirbúa sig undir þau.  Ráðgjafar Hagvangs hafa mikla reynslu af slíkri ráðgjöf og vinna út frá bestu þekkingu á sviði vinnusálfræði.  Í ákveðnum málum taka ráðgjafar einnig að sér úrlausn einstakra mála inná vinnustaðnum.