Öflug liðsheild

Árangursrík teymi geta afkastað meiru en summa meðlima þeirra, verkefni taka styttri tíma og hugmyndaauðgi er meiri.  Auk þessa eykur góð teymisvinna starfsánægju og dregur úr vinnutengdri streitu. Þetta gerir það að verkum að árangursrík teymisvinna gefur fyrirtækjum samkeppnisforskot. Til þess að hópur fólks sem vinnur saman nái hámarksárangri þarf liðsheildin að vera sterk og það krefst tíma, orku og aga að ná árangri í teymisvinnu.   

Hagvangur býður uppá markvissa liðsheildarvinnu með teymum sem starfa saman til styttri eða lengri tíma.  Í vinnunni er lögð áhersla á virkni allra í teyminu, traust, skilvirk samskipti og mælanlegan árangur.  Byggt er á vel rannsökuðum kenningum um árangursrík teymi.  Lögð er áhersla á að allir meðlimir teymisins skilji hvað þarf til þess að teymisvinnan verði árangursrík og ráðgjafi aðstoðar teymið við að ná þeim árangri, m.a. með verkefnum og æfingum. 

Þjálfunin byggir á vinnustofum með teyminu, greiningu á persónueinkennum og áhrifum þeirra í teymisvinnu og einstaklingsviðtölum ráðgjafa við starfsmenn.  Vinnustofur í liðsheildarvinnunni taka m.a. á eftirfarandi þáttum: hlutverki teymisins og starfsmanna þess,  trausti, ágreiningi, skuldbindingu, ábyrgð og árangri.

Einnig er boðið uppá sérsniðnar vinnustofur með teymum þar sem áherslur eru miðaðar að þeim áskorunum sem teymið stendur frammi fyrir hverju sinni.