Fréttir

Samstarfssamningur Hagvangs og Lífs og sálar.

Í dag undirrituðum við í Hagvangi samstarfssamning við sálfræðistofuna Líf og Sál í tengslum við Siðferðisgáttina. Í samningnum felst að Hagvangur mun vísa þeim málum, sem koma í gegnum Siðferðisgáttina og eru þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, til Lífs og sálar óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Samstarf þetta mun styrkja þjónustu Siðferðisgáttarinnar enn frekar þar sem gætt er að faglegum vinnubrögðum við úrvinnslu allra mála og hlökkum við mikið til samstarfsins. ... lesa meira


Siðferðisgáttin - Ný þjónusta

Hagvangur býður nú nýja þjónustu, Siðferðisgáttina, sem er til þess ætluð að styrkja stoðir góðrar vinnustaðamenningar. Með Siðferðisgáttinni geta fyrirtæki/stofnanir boðið öllu starfsfólki, óháð stöðu, að koma því á framfæri til óháðs aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum og fer málið þar með strax í faglegan farveg. ... lesa meiraOrkupásur - lykillinn að öflugum degi

Orkupása er meðvitað og skipulagt hlé sem endurnýjar orku og gerir fólk einbeittara, jákvæðara og orkuríkara. Orkupásur eru aldrei mikilvægari en þegar það er mikið að gera. Þær eru vanmetnar og vilja gleymast. En þeir sem hafa náð að koma þeim meðvitað inn í vinnudaginn eru líklegri til að skila vandaðri vinnu og meiri afköstum en hinir.... lesa meiraMannlegi millistjórnandinn - Skráning hafin á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík!

Námskeiðið var í alla staði frábært! Fyrir mig sem nýliða í stjórnun gerði þetta heilmikið fyrir mig og hefur hjálpað mér að takast á við ýmis verkefni með meiri staðfestu og öryggi. En ég lærði ekki bara um stjórnun heldur einnig heilmikið um mig sjálfa. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að stjórnunarhlutverki á einhvern hátt.... lesa meira
Námskeið í orkustjórnun

10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs er hannað fyrir metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn sem finnst þeir eyða of miklum tíma í að bregðast við stanslausu áreiti og fái lítinn frið til að sinna mikilvægustu verkefnum sínum... lesa meira

Sjá allar fréttir