Siðferðisgáttin

Siðferðisgáttin styrkir stoðir góðrar vinnustaðarmenningar. Markmið Siðferðisgáttarinnar er að skapa fyrirtækjum og stofnunum farveg til þess að bjóða starfsmönnum sínum að leita til ef þeir verða fyrir óæskilegri hegðun eða upplifa vanlíðan á vinnustað sínum, með aðkomu óháðs þriðja aðila.


Með Siðferðisgáttinni gefst starfsmönnum fyrirtækja og stofnana möguleiki á að koma því á framfæri, á öruggan hátt, ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á sínum vinnustað eða upplifa mikla vanlíðan í starfi. Siðferðisgáttin mun sinna slíkum málum sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við stjórn fyrirtækja/stofnana sem gerir samning um að starfrækja Siðferðisgáttina á viðkomandi vinnustað.  Allir starfsmenn, óháð stöðu, geta þar með komið á framfæri til óháðs aðila ef þeir upplifa óæskilega framkomu gagnvart sér eða vanlíðan í starfi og fer málið þar með strax í faglegan farveg. Siðferðisgáttin styður þannig við bakið á öflugu mannauðsstarfi fyrirtækja/stofnana með það að leiðarljósi að efla vellíðan á vinnustað.

 


Af hverju Siðferðisgáttin?

Með innleiðingu Siðferðisgáttarinnar eflir fyrirtæki góða vinnustaðamenningu. Fái fyrirtæki fljótt að vita af óæskilegri háttsemi á vinnustaðnum stendur málið yfir í skemmri tíma og tækifæri gefst til að vinna í því á sem faglegastan hátt, í nánu samstarfi við óháða og sérhæfða ráðgjafa. Með því að nýta Siðferðisgáttina sem þriðja aðila er líklegra að starfsmaður sem verður fyrir óæskilegri framkomu þori að koma máli sínu á framfæri.

 Nánari upplýsingar á www.sidferdisgattin.is

Ef þú villt kynningu á Siðferðisgáttinni eða nánari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband: sidferdisgattin@hagvangur.is eða í síma 520-4700.