VIRK - Reyndir sálfræðingar eða sjúkraþjálfarar óskast

Störfin henta mjög vel fyrir reynda sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem vilja færa sig úr framlínunni og nýta starfskrafta sína í þágu þverfaglegrar teymisvinnu.
 

Helstu verkefni

 • Skimun, greining og kortlagning á vanda einstaklinga í þjónustu VIRK
 • Gerð áætlana fyrir starfsendurhæfingu
 • Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði
 • Samstarf við heilbrigðisstéttir varðandi einstaklinga í þjónustu VIRK
 • Umsjón með krefjandi og flóknum verkefnum
 • Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK
 • Þróunar- og umbótastarf

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur eða sjúkraþjálfari
 • Viðamikil reynsla af klínískri vinnu í sínu fagi
 • Jákvæð reynsla af þverfaglegri samvinnu
 • Þekking á verkefnastjórnun
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Sveigjanleiki og jákvætt viðmót
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
 • Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur
 • Þekking á vinnumarkaði, heilbrigðis- og félagsþjónustu er kostur
 • Framhaldsmenntun á fagsviðinu er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Hlutverk VIRK
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði.

VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is

Upplýsingar veita:
Leifur Geir Hafsteinsson, leifurgeir@hagvangur.is
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 25. janúar 2018
Sækja um