VIRK - Bókhaldsfulltrúi

Óskum eftir að ráða bókhaldsfulltrúa sem sér um bókun reikninga, afstemmingar og önnur bókhaldsstörf á fjármálasviði VIRK.

Helstu verkefni

 • Bókun reikninga
 • Yfirferð reikninga
 • Móttaka og skráning skilagreina
 • Afstemmingar

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Nám sem nýtist í starfi
 • Viðkennt bókaranám er kostur
 • Reynsla af bókarastörfum æskileg
 • Góð kunnátta á bókhaldsforritum æskileg
 • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni skilyrði
 • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
 • Heiðarleiki og þjónustulund
 • Góð samskiptafærni

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Hlutverk VIRK
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði.

VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is

Upplýsingar veita
Leifur Geir Hafsteinsson, leifurgeir@hagvangur.is
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
 

Umsóknarfrestur til: 25. janúar 2018
Sækja um