Viðskiptaþróunarstjóri - Landsvirkjun

Við leitum að drífandi einstaklingi í starf viðskiptaþróunarstjóra.

Viðskiptaþróunarstjóri mun starfa á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði sem leiðir markaðsstarf Landsvirkjunar á alþjóðavettvangi. Helstu verkefni snúa að viðskiptaþróun og nýsköpun í fjölbreyttum iðngreinum, til að mynda gagnavers- og orkuiðnaði og við fjölnýtingu jarðvarma. Starfið felur í sér þróun og greiningu nýrra viðskiptatækifæra og öflun nýrra viðskiptavina. Viðkomandi mun einnig taka þátt í viðburðum erlendis og á Íslandi fyrir hönd Landsvirkjunar.

  • Reynsla af krefjandi starfi í alþjóðlegu umhverfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og kunnátta í ensku og íslensku
  • Skipulagshæfileikar og áræðni í krefjandi umhverfi
  • Geta til að koma frá sér efni með sannfærandi hætti í ræðu og riti
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði og/eða öðrum raungreinum sem nýtast í starfi

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 20. ágúst 2017
Sækja um