Verkstjóri og fagmaður á fræsara - Fanntófell

Fanntófell óskar eftir að ráða verkstjóra og starfsmann með sérþekkingu á fræsara

Fanntófell framleiðir borðplötur, sólbekki, veggklæðningar, skilrúm og sérsmíði. Fyrirtækið hefur verið starfandi í 30 ár og rekur 1.000 fm trésmíðaverkstæði á Bíldshöfða 12.

Við leitum að tveimur kraftmiklum einstaklingum sem hafa reynslu af trésmíðaverkstæðisvinnu, verkstjórn og kunnáttu til að stýra yfirfræsara.
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum, úrræðagóðir og samviskusamir.

Vinnutími er frá 8.00-18.00 og af og til um helgar.

 

Umsóknarfrestur til: 22. október 2017
Sækja um