Verkefnisstjóri - Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu verkefnisstjóra í þróun snemmtækrar íhlutunar.  Verkefnisstjórinn verður ráðinn til félagsþjónustu sveitarfélagsins en vinnur náið með skólum, skólaþjónustu, frístundasviði og heilsugæslu Selfoss. Á undaförnum árum hefur verið unnið að styrkingu á snemmtækri íhlutun í sveitarfélaginu en nú verður stigið enn stærra skref í þróun þverfaglegrar samvinnu. Leitast er við að grípa  snemma inn í mál barna í vanda og fjölskyldna þeirra og vinna að forvörnum. Til að ná þessu fram er unnið í teymum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana.  Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum.

 

Helstu verkefni:

  • Þróun snemmtækrar íhlutunar í samstarfi við fagsvið og stofnanir
  • Þverfagleg teymisvinna og ráðgjöf
  • Vinna með börnum, fjölskyldum og skólum
  • Þróun úrræða fyrir börn og fjölskyldur í Árborg


Menntun og hæfniskröfur:

  • Réttindi sem félagsráðgjafi eða menntun á sviði félagsvísinda og/eða uppeldisfræða
  • Þekking og reynsla af vinnu við snemmtæka íhlutun æskileg
  • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri í starfi

 

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
 

Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 27. janúar 2019
Sækja um