Verkefnastjóri í ferðaþjónustu

Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í miklum vexti leitar að verkefnastjóra í 50-100% starf.

Margvísleg verkefni eru framundan en fyrirtækið starfar um allt land. Helstu fyrirliggjandi verkefni eru:

  • Þróun og uppbygging tjaldþjónustu
  • Koma á fót og hafa umsjón með bílaleigu
  • Þróun og uppbygging gistiheimila
  • Bókhald og áætlanagerð

Leitað er að starfsmanni sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Reynsla úr ferðaþjónustu væri mikill kostur.

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 20. nóvember 2017
Sækja um